Fáðu frítt sýndarkók <p align=justify>Á netinu má finna haug af gjörsamlega tilgangslausum síðum. Ein af þeim er <a href"http://swirlee.catharsis.org/otherside/“>Otherside</A>. Það er vefsíða sem finnur nákvæmlega hvar þú myndir koma út ef þú græfir þig í gegnum jörðina. Ég prófaði Reykjavík og þá kom ég út í hafinu mitt á milli Ástralíu og suðurskaustlandsins (athugið að það þarf að zomma alveg út hægra megin við kortið.) Það þarf líka á flestum stöðum en ef þú ert heppinn færð þú líka götukort (ef einhver verður fyrir þeirri reynslu má hann endilega láta vita)</P><p align=justify>Einnig má finna á netinu <a href=”http://www.webmoments.com/sodamachine.htm“>sýndar kókvél</A>. Hún virkar alveg eins og venjuleg kókvél nema það að kókið í henni er FRÍTT(einnig má fá Pepsí, Dr Pepper, 7-up, Diet Kók, Mountain Dew og Sunkist). Fyrst velur þú drykk , þar sem þetta er frítt þarf ekki að setja neinn pening. Að því loknu ýtir þú á þann takka sem á við þinn drykk og þá færðu kókið. Ekki sniðugt, það er meira að segja hljóð með.</P><p align=justify>Kókvélin er líka raunveruleg að því leiti að drykkirnir í henni klárast. Þá fá notendur sjálfir að fylla á vélina og þeir heppnu fá að skrifa nafnið í áfyllingargestabókina, ég er þarna líka einhverstaðar. Svona til fróðleiks þá hefur vélin afgreitt 360.460 drykki og af því 84.402 kókflöskur.</P>E - 220
——
Ef þú veist um einhverja síðu sem ætti heima í þessum dálk, sendu mér þá <A href=”javascript: getUserInfoByName('EEE');">skilaboð</A>.