Af gefnu tilefni.

Ég er búinn að vera með ADSL tengingu hjá Margmiðlun í nokkurn tíma og hef fylgst með gagnamagninu sem þeir mæla hjá mér með því að skoða síðuna askrift.mi.is. Í stuttu máli þá hefur mér ekki þrátt fyrir töluvert hugmyndaflug tekist að tengja mælingarnar hjá þeim við notkunina hjá mér. Ég hef jafnvel tekið allt úr sambandi í nokkra daga og þá segja mælingarnar hjá þeim að ég hafi tekið niður 20 MB á dag þann tíma eða eitthvað álíka gáfulegt! Ég hef að sjálfsögðu kvartað yfir þessu en þeim virðist bara ekki takast að koma þessu í lag.
Ég hvet alla ADSL notendur hjá Margmiðlun að tékka á mælingunum og gera jafnvel tilraunir með að hafa slökkt á módeminu t.d. þegar farið er í sumarfrí. Ef það mælist svo mikið sem einn biti á reikningnum á þeim tíma, þá er að mínu mati ekki hægt að gjaldfæra á grundvelli mælinganna. Með öðrum orðum… krefjist endurgreiðslu.

HATRI