Búist er við að í ár komist fjöldi rafbréfa, sem send eru daglega í tölvupósti, í tíu milljónir. Þá gerir rannsókn ráð fyrir því að 35 milljónir bréfa verði sendar daglega í rafpósti árið 2005.

Í úttekt International Data Corp. segir að gera megi ráð fyrir því að flestir fái tölvupóst beint í gegnum vefskoðara árið 2005 og sérstök póstforrit verði meira eða minna úr sögunni.

Komast höfundar skýrslunnar að þeirri niðurstöðu að tölvunotendur verði að finna ráð til að meðhöndla tölvupóst sem virðist á góðri leið með að verða óviðráðanlegur sakir hraðs vaxtar.

„Tölvupóstur hefur gjörbreytt tjáskiptum fólks, bæði í atvinnu- og einkalífi. Rétt eins og úrhelli getur aukin tölvupóstnoktun bæði verið til blessunar og bölvunar, allt eftir því hvernig við og umhverfi okkar er búið undir það, segir í niðurstöðum úttektarinnar.