Another.com er alveg venjulegt frítt vefpósthús. Eini munurinn á því og Hotmail er sá að þar getur þú valið um 12.000 endingar, og sér byrjun fyrir allar, á sama notendanafninu. Sem dæmi um póstföng má nefna pay@milliondollars.co.uk, voopsss@ikilledkenny.co.uk og síðast en ekki síst EEE@from-iceland.co.uk, ásamt miklu, miklu fleiru.
Það er ekkert mál að skipta um adressu. Þú loggar þig bara inn og svo þegar þú ert að senda bréf þá velur þú adressu eftir því í hvernig skapi þú er og hverjum þú ert að senda, ****@ihateyou.co.uk.
Fyrir þá sem eru ornir leiðir á Hotmail, og alla hina, þá mæli ég með þessari póstþjónustu. http://www.another.com.

EEE

p.s. ég er ekki umboðsmaður fyrir eitt eða neitt.