Sælt verið liðið

Heyriði er með tvær tölvur í íbúðinni minni tengdar þráðlaust á netið. Hef verið með þráðlaust net í allan vetur og hefur það virkað mjög vel þangað til nú. Ég fæ gríðarlega stóra laggkippi og oft marga í einu sem endast í svolítið langan tíma. Þetta gerist eiginlega aðeins ef ég er að nota netið mikið.

Þegar ég fæ þessa laggkippi þá virðist það stafa af speed þegar ég fer með örina yfir netið. Þetta á við báðar tölvur en netið byrjar í 48-54 mb/ps og fellur svo niður í 1. Þegar í 1 er komið þá verður netið allsvaðalega hægt og glatað!

Veit einhver ráð við þessum andskotans vanda?