Ég hef alltaf haft internet frá símanum og verið sáttur með það nema fyrir 2 vikum þá varð netið svo hægt og allt fór að hætta virkar þarf alltaf að restarta routerinum að minnsta kosti 4-6 sinnum á dag og netið farið úr 8mb/s eins og borgað er fyrir niður í 1mb/s er einhvern annar sem þetta gerðist við því ég hef aldrei orðið eins pirraður útí internetið hjá símanum og núna, þannig að spurningin mín er hvort ég sé einn um þetta eða hefur einhver annar lent í þessu og hvort eitthvað sé hægt að laga þetta því að síminn er ekki að hjálpa manni neitt í þessu.