Ég þarf nauðsynlega hjálp!
Staðan er sú að ég er alltaf að loggast út af Facebookinu mínu. Klikka kannski á tvo, þrjá tengla og þá þarf ég allt í einu að signa mig inn aftur. Þetta er óþolandi. Auk þess get ég ekki séð online friends.

Það var eitthvað maintenance í gangi hjá facebook í gær og þá gat fólk ekki signað sig inn, en núna er maintenance er lokið þá komast allir inn snuðrulaust nema ég!

Búinn að prófa að logga inn í tveimur mismunandi tölvum og bæði í FireFox og Internet Explorer. Og ég er búinn að hreinsa cache-ið og cookies o.s.frv. Og ekkert gengur! Hvað á ég að gera?