Halló, ég er búinn að vera með netið hérna í húsinu sem ég bý í í c.a 8 ár, var fyrst hjá hringiðunni, fór svo til vodafone en var nú að skipta yfir í tal f. c.a 2 mánuðum. Ég hef eiginlega aldrei verið í neinum sérstökum vandræðum, fyrr en núna.

Fyrst var routerinn sem ég fékk ónýtur og það tók þá 2 vikur að senda mér nýjann.

Núna þarf ég að restarta routernum á c.a 2-3 tíma fresti
því að netið er alltaf að detta út.

hafið þið lent í svipuðu?