Var að lesa frétt á rúv.is og hljómar hún svonaÍslandssími hefur farið þess á leit við Samkeppnisstofnun að hún kanni hvort verðlagning á ASDL þjónustu Landsímans sé eðlileg.

Íslandssími segir kvörtun sinni til Samkeppnisstofnunar að hvað varði internet þjónustu þá tíðkist það að notandi sé látinn greiða fyrir þau gögn sem hann sækir inn á netið og hleður í eigin tölvu. Í flestum tilfellum sé þetta þó selt í pakkaformi þannig að hver notandi megi hlaða ákveðnu magni upplýsinga af netinu inn í tölvuna sína á mánuði. Í því sambandi skipti ekki máli hvort verið sé að sækja gögn frá netþjónum innanlands eða erlendum netþjónum.

Íslandssími segir að Landssíminn hafi um nokkurt skeið notað aðrar aðferðir það er ekki tekið gjald fyrir gögn sem sótt eru á netþjóna innanlands, en tekið gjald fyrir þau gögn sem menn hlaða í tölvur sínar frá erlendum netþjónum. Þetta skekki samkeppnisstöðu á markaðnum þar sem erlendi hluti þjónustunnar niðurgreiði í raun innlenda hlutann. Það liggi fyrir að rekstur innanlandshluta Landsímans sé ekki ókeypis og því felist í þessu niðurgreiðsla af hálfu Landsímans.

Íslandssími fer því þess á leit við Samkeppnisstofnun að hún kann málið. Fréttastofa RÚV sagði frá því fyrr í vikunni að Dönsk samkeppnisyfirvöld ætli að rannsaka hvort TDC, áður Tele Danmark, hafi brotið samkeppnislög með óeðlilegri verðlagningu á ADSL þjónustu.Verð ég nú bara að segja, á virkilega Íslandssími að geta kært Landssímann fyrir að hafa ekki takmarkað magn sem má downloada innanlands á mánuði? Ég bara skil þetta ekki, hvað er ólöglegt við að hafa eitthvað ókeypis í buissnessnum? Landssíminn mættu þessvegna gefa fólki fríann aðgang að ADSL án þess að nokkur gæti gert í því, en samt myndu þeir aldrei gera það :)

Allavega er ég mjög óánægður með þetta. Ýmindum okkur svo að ég væri með 8 milljónir á mér og ég myndi gefa einhverjum þær, þá væri ekki hægt að kæra mig. Ekki annara manna mál.<br><br>- Einusinni var ég góður í fótbolta en svo varð ég feitur!