Ég tók eftir því bara í gær að ICMP / WAN requests væri disabled á SpeedTouch 585i routernum mínum, sem þýðir að utanaðkomandi fá bara time out við það að reyna að pinga mig. Ég er með nýjasta firmware'ið (6.2.29.2) og reyndi að fikta til þess að kveikja á þessu, en án árangurs. Ég leitaði í 2 tíma að einhverju um þetta, og svo virðist sem margir hafi verið að lenda í þessu, en það er engin hjálp fyrir 585 týpuna.

Ég datt inn á eitt sem virtist virka án þess að kæmi “Unknown command”, en það virkaði ekki. Það var eftirfarandi í CLI í telnet: service system ifadd name=PING_RESPONDER group=wan

Ég er að verða nett pirraður á þessu. Ég er svo viss um að enginn í þjónustuveri Símans geti hjálpað mér, þar sem þeir gátu ekki einu sinni hjálpað mér með step-by-step uppsetninguna á routernum né þegar ég þurfti að downgrade'a firmware'ið, og því þurfti ég að redda því sjálfur.

Ég er vanur að redda og hjálpa mér sjálfur en ég gefst upp á þessu drasli! Einhver snillingur sem er til í að deila visku sinni?
Gaui