Sælir Hugar.

Ég gekk undir nafninu xavier, síðan g33k og nú nýjast herrag33k á vefsíðunni The Viking Bay.

Vefsíðan var stofnuð af 3 aðilum. Captian Morgan, The Falcon og DamnDude. Ég kom síðan stuttu seinna inn sem meðstjórnandi.

Við litum alltaf á það þannig að hver og einn okkar ættu jafn mikið í vefnum.

Síðan var ráðinn stjórnandi, Aglli. Aglli stóð sgi vel og síðan hætti DamnDude og Aglli var hækkaður í kerfistjóra.

Núna fyrir stuttu bað ég Agla um reikningsyfirlit svo að ég gæti staðfest að ekkert væri að renna úr sjóðnum okkar. Þá mætti mér hroki og yfirgangur. Í dag ákvað ég svo að taka málin í minar hendur, ég lækkaði Alga um tign og gaf út tilkynningu þess efnis að hann væri ei lengur gjaldkeri TVB.

Ég bregð mér í bæinn og þegar ég kem aftur mætir mér enn meiri hroki.

Núna hefur hann bannað mig, eytt mér úr gagnagrunninum og breytt öllum lykilorðum.

Ég bið ykkur, um að taka þátt í þessari umræðu og segja ykkar skoðun á hegðun Agla…