Istorrent ehf. hefur gefið út fréttatilkynningi í tilefni nýrra upplýsinga um að lögbannið hafi verið framlengt. Svo virðist vera að stefnendur málsins hafi ákveðið að fara út í nýtt mál til staðfestingar lögbannsins sem lagt var á Istorrent ehf. og Svavar Lúthersson þann 19. nóvember síðastliðinn. Fresta þarf því opnun vefsins í samræmi við það.

Ekki er talið óhætt að áætla á þessu stigi hversu lengi þessi framlenging mun standa en þó er hægt að nefna að skaðabæturnar sem rétthafasamtökin fjögur hafa bakað sér hækka með hverjum deginum sem þetta lögbann stendur yfir.

Stefnan er ekki komin í hús svo ekki er hægt að sjá hvaða breytingar hafa orðið frá því seinast. Þingfesting fer fram 28. maí næstkomandi skv. upplýsingum frá Héraðsdómi Reykjaness.


Fréttatilkynning / News release
Istorrent ehf.
16. maí 2008 / May 16th 2008
(English version follows below)
Máli fjögurra rétthafasamtaka gegn Istorrent ehf. og Svavari Lútherssyni vegna
starfsemi vefsins torrent.is var vísað frá dómi 27. mars síðastliðinn vegna vanreifunar. Það var
höfðað þann 23. nóvember 2007 eftir að sýslumaðurinn í Hafnarfirði samþykkti að leggja lögbann á
starfrækslu vefsins torrent.is þann 19. nóvember sama ár. Ákvörðun héraðsdóms var áfrýjað 2. apríl
til Hæstaréttar sem staðfesti frávísunardóminn 8. maí.
Frávísun héraðsdóms mátti rekja til vanreifunar sem átti sér stað í málinu þar sem ekki
var rætt nægilega um hvort að lög um rafræn viðskipti og aðra rafræna þjónustu ættu við um
starfsemi vefsins eða ekki. Dómendum þóttu fyrrnefnd lög nægilega mikilvæg í þessu samhengi til
að réttlæta frávísun þar sem túlkun þeirra gæti haft mikilvæg áhrif á úrslit málsins. Hæstiréttur
staðfesti frávísunardóminn en af öðrum ástæðum. Í dómi Hæstaréttar kemur fram að sóknaraðilar
hafi í greinargerð sinni lýst því yfir að aðilaskipti hafi orðið sóknarmegin í málinu. Hæstiréttur taldi
slíka breytingu ekki heimila og vísaði málinu frá að því er varðaði sóknaraðilana Samtök
myndréttarhafa á Íslandi, Framleiðendafélagið – SÍK og Félag hljómplötuframleiðenda. Eftir stóð
þá aðild STEF en Hæstiréttur taldi að málið væri vanreifað hvað þann aðila varðaði því krafan væri
víðtækari en svo að hún tæki aðeins til félagsmanna STEFs.
Samkvæmt nýjustu upplýsingum hafa rétthafasamtökin nú höfðað nýtt mál til
staðfestingar lögbannsins sem, ef rétt reynist, hefur þá þýðingu að lögbannið gildir enn. Sætir það
furðu enda er erfitt að sjá hvernig hægt verður að bæta úr þeim göllum, sem vörðuðu frávísun
málsins, í nýrri stefnu.
Þolendur lögbannsins munu krefjast skaðabóta vegna tjóns sem þeir urðu fyrir vegna
lögbannsins.



tekið af http://blog.istorrent.is/
For sale: Acoustic guitar, recently tuned.