Sælt veri fólkið. Ég hef undafarið verið að reyna að opna port fyrir UTorrent and það gengið illa.

Jú, ég fór á http://www.portforward.com/english/applications/port_forwarding/Utor/Utorindex.htm og valdi routerinn minn, ZyXEL P-660HW-D1, náði að ganga frá þessu static ip address dæmi, en svo þegar ég var kominn að því að skrá mig inn á routerinn, http://www.portforward.com/english/routers/port_forwarding/ZyXEL/P-660HW-D1/Utorrent.htm /fjóðra mynd), náði ég að skrá mig inn nema hvað að hjá portforward (á fimmtu myndinni) hafa þeir aðgang að Network, Security, Advanced og Maintance þarna vinstra megin en hjá mér er þetta bara alls ekki þarna. Hefur einhver hugmynd um hvernig maður fær aðgang að þessu? Og líka, þeir segja að venjulega sé lykilorðið í innskráningu 1234 en það er ekki hjá mér, ég nota bara lykilorðið sem er búið að skrifa inn í innskráningarkassann. Er það kannski málið? Lykilorðið sem gefur manni aðgang að þessu?

Takk!