Ég er búinn að vera að youtube vafra doldið mikið. Þetta byrjaði á því að ég var að horfa á efni um vísindakirkjunna. Flæktist út í árás á hana frá gengi af tölvuhökkurum að nafni Anonymous.

Svo finn ég gaur að nafni Paul Fetch. Sem er að reyna að safna liði á youtube til að sigra þessu vondu tölvuhakkara hehe. Og þetta er mesta afþreying sem ég hef fengið útúr netinu hingað til.

Þetta byrjar á video sem heitir “ANONYMOUS Stand Down!!!”. Horfið bara á þetta þá skiljiði hvað ég meina. http://youtube.com/watch?v=ArHlW1b0vNM

Nokkrum klukkutímum seinna þá er komið video responce frá anonymous, og þar er gefið upp heimilisfang, símanúmer, fullt nafn osf osf. http://youtube.com/watch?v=_g21e_TR2fY&feature=related Og þeir eru búinn að láta ratings niðrí eina stjörna. Og það eru gjörsamlega allir að rakka hann niður í drasl, með commentum og video responces. Testið bara að scrolla gegnum responces þá er verið að edita video-ið á allann hátt, láta hann líta út eins og asna og margar hótanir frá Anonymous gaurum.

“ANONYMOUS This is War” Þetta er næsta videoið sem hann gefur út, þar er hann að líkja þessum hakkörum við KKK og Nasista. Honum er fúlast alvara og ætlar að finna þá og eyða þeim. Hann er en að ítreka allir allir ættu að standa saman og mynda bandalag gegn þeim osf. Hann talar um að fyrsta árás á þá verði á föstudaginn (ss. síðasta föstudag) Horfið bara á þetta. http://youtube.com/watch?v=4b6rSkMcSNE&feature=related

“ANONYMOUS Gets Attacked!!!” Hann er að tala um hvað þeir eru búnir að vera að harasha hann, morðhótanir osf.. Samt telur þennan málstað vera þess virði til að deyja fyrir. Plús hann kemur með masterplan til að sigra þá. Mjög fyndið; http://youtube.com/watch?v=cjvnENdV-RA

Næsta video kemur á miðvikudag held ég og ég bíð spenntur.

Mælið með að þið að þið skoðið responces, þau eru fleirri hundruð og sum þeirra alveg viðbjóðslega fyndin.

Vill einnig benda á gömlum videoum eftir þennan gaur.

Dear God - Youtube prayer.. http://youtube.com/watch?v=E94pzuOlIiw
High on Caffeine Yikes!!! http://youtube.com/watch?v=bXxpttqqXOg
Og Myspace svikamillan, hjálpið honum að finna 1000 vini hans… haha. “Is Myspace Out to Get You?” http://youtube.com/watch?v=FugQ7It-lIk

Channelið hans; http://youtube.com/user/mrfetch

Eins og þið sjáið þá er hann algjör attention whore, og ég veit ekki alveg hvað hann er að rembast, hann endurtekur sig líka rosalega oft sem fer rosalega í mig.



Bætt við 4. febrúar 2008 - 21:32
Titillinn misheppnaðist aðeins, átti að vera “Árás á the Anonymous”