Hef verið að fylgjast með umræðunni á netinu. Hefur hún verið frá því að vera nokkuð málefnaleg og út í barnalegt skítkast út í mann sem er að reyna að hindra höfunda við tekjumissi sem ólöglegt niðurhal er. Ég er ekki saklaus af því sjálfur. Að þurfa að bíða eftir uppáhaldsþættinum sínum svo vikum og mánuðum saman að hann lendi skjánum hér klakanum. Líka það að þurfa að kaupa áskrift af sjónvarpsstöð til að ná að horfa á nokkra þætti í viku er dýrt. Ég er ekki að verja né afsaka. Ég er sammála Kristni sem skrifaði pistil á tölvuheim.is

http://www.heimur.is/heimur/timarit/tolvuheimur/pistlar/detail1_pistlar/?cat_id=28677&ew_0_a_id=294349

Ef maður gæti keypt uppáhalds þáttinn sinn fyrir sama verð og eina pylsu og kók á bæjarins bestu myndi ég nýta mér það alveg hiklaust. Miðað við að þegar tonlist.is kom þá fór ég þangað að sækja tónlist.

P.S.
Er að segja mínar skoðanir á þessu. Býst við að margir séu mér ósammála. Það er bara hið besta mál
en þótt að ég er á þessari skoðun gerir mig ekki að smáís sleikju eða skíthæl. Fólk hefur frjálst að hafa sínar skoðanir.