Allir eru víst fastir í þessu torrent máli og vita um hvað það snýst. Ok, það er útaf því að íslenskir hópar vilja ekki að istorrent sé að sýna íslenskt efni.

En, hvað ef Istorrent einfaldlega setur bann við öllu íslensku efni á síðunni. Ef það skilyrði yrði sett upp þá væri sjálfsagt ekket lengur til að kæra og flestallir yrðu sáttir.

Og þeir notendur sem myndu senda inn íslenskt efni yrðu varaðir við og seinna bannaðir við endurtekið brot, og efninu yrði eitt af síðunni. Sumir myndi sjálfsagt sakna næturvaktarinnar og sumt af öðru efni, en Ísland býr einfaldlega ekki til mikið af kvikmyndum og þáttum svo það er ekki miklu að tapa, það er skárra að missa íslenska efnið heldur en að missa allt efnið.

Einhverjir sem eru þeirrar skoðunar að þetta gæti lagað málið? og ef ekki, afhverju?