Ég er með sítengingu hjá Símanum Internet og því gefur að skilja að ég er oft með tölvuna í gangi allan daginn. En svo vill til að í dag byrja tölvan að sýna að ég væri að taka á móti gögnum.. ÉG ER EKKI AÐ DOWNLOADA NOKKRUM SKAPAÐA HLUT! Teljarinn sýnir að ég hef tekið á móti ca. 10-12 mb. nú þegar(still going!). Ég er með vírusvörn (PC-cilin) sem uppfærir sig sjálfkrafa á netinu reglulega, og auk þess sækji ég aðalega bara innlendar síður (svo sem huga) og kannski 4 sinnum á mánuði kannski audiogalaxy..
Hver fjandinn gengur eiginlega á? Ekki er þetta windows auto update. Bill Gates lætur þig allavegana vita ef hann er að fíflast í tölvunni þinni(ég er með winME). Gæti það verið að einhver krakkahálviti í Belgíu sé að fíflast í tölvunni með því að notfæra sér galla í öryggiskerfi windows(myndi ekki vera í fyrsta sinn sem það gerist). Gagnastraumurinn er ca. 2-4 kb/s.
Jafnvel þótt ég hafi reynt að slökkva á tengingu og/eða endurræst tölvuna þá byrjar þetta bara aftur þegar ég tengist netinu.
Í von um hjálp eða ráð hið snarast, vegna þess að þetta er að taka mig á taugum!