Enn einu sinni hefur ormur lagt leið sína á Netið og kemur til tölvunotenda í líki
viðhengis í tölvupósti líkt og margir forverar hans. Þessi nýi ormur kallast
W32/Badtrans.B@mm og viðhengið sem með fylgir getur haft mörg nöfn og endingar eins og
.pif eða .scr. Ef viðhengið er opnað afritar ormurinn sjálfan sig undir nafninu
Kernel32.exe – og svo kemur hann líka fyrir litlu verkfræi, KDLL.dll, sem skráir það sem
fórnarlambið skrifar.