Ég var að koma til Frakklands fyrir stuttu, ég tók með mér fartölvuna þar sem ég get tengst netinu þar sem ég er í gegnum Local Area Connection.

Ég á ekki í neinum vandræðum með að komast á netið en hitt er annað að ég kemst ekki á MSN. Villuboðin sem ég fæ frá MSN Trouble shooter eru:

“Default Gateway is Offline.”

Nú hef ég reynt ýmislegt en ekkert virkar.
Getur einhver leiðbeint mér aðeins hérna í að finna vandamálið?



Bætt við 2. júlí 2007 - 11:37
Jæja, ég prufaði að slökkva á eldveggnum mínum (Sygate Firewall) og þá allt í einu rættist óskin hjá mér og það kviknaði á MSN. En það sem ég skil ekki er að ég athugaði mörgum sinnum hvort veggurinn væri að blokka MSN en svo virtist aldrei vera.

Þannig ég hef í sjálfu sér ekki fundið lausnina á vandamálinu því ég er ekki viss hvort það var eldveggurinn eða bara heppni sem gleypti MSN í gang.
Búúú..