Sæl veriði

Nú standa málin þannig að annað slagið fær littla systir mín sent sms frá vefsíðunni bloggar.is sem í stendur: “Tetta er sjálvirkt skeyti frá Bloggar.is. 99kr hafa verið greiddar fyrir tjónustur. Takk fyrir.”
Málið er það að greyið stelpan veit ekkert fyrir hvað þessi greiðsla er og veit ekki hvaða síða þetta er sem hún er að borga afnotagjöld fyrir.
Fyrirtækið Aranea ehf. rekur þetta bloggsvæði en það virðist vera hægara sagt en gert að ná tali ef þeim mönnum sem þar starfa. Hef bæði farið inná ja.is og hringt í 118, en bæði fastalínu- og gemsanúmeri sem upp kemur hefur verið lokað. Google.com skilaði mér engum árangri.

Er einhver hérna sem gæti hugsanlega verið með lausn á þessu máli?