Spurning 1
Ég er hjá Vodafone, er ekki að borga neitt extra fyrir fasta IP tölu og veit í rauninni ekki hvort ég sé með “fasta IP tölu”.

Þegar ég fer á www.MyIP.is þá fæ ég upp töluna 194.144.2.45, á hverjum einasta degi þegar ég checka. Sem þýðir að hún er stöðug og er ekkert að breytast.

Einhvernveginn hef ég samt á tilfinningunni að ef ég færi til einhvers sem er með Vodafone tengingu og færi inná myip.is myndi ég fá nákvæmlega sömu IP töluna upp. Held að þetta sé bara einhver svona týpísk router tala þótt að hún sé hjá mér, að ég held, 192.168.1.36.

Mig langar í fasta net IP tölu til að halda uppi Ventrilo og kannski jafnvel CS server, en hingað til hefur það ekki gengið með þessari IP tölu.

Föst IP tala kostaði einhversstaðar síðast þegar ég gáði, auka 500kr á mánuði sem ég væri alveg til í að borga.

Er þetta föst IP tala sem á að virka til að halda uppi serverum? Er Vodafone með fasta IP tölu á öllum sínum helstu tengingum? Er heimurinn að fara til fjandans?


Spurning 2
Ég var að uppfæra tenginguna mína upp í 12mb hjá Vodafone núna á föstudaginn. Núna var ég að fá SMS um að tengingin væri komin og allt í gúddí en þegar ég checka þá er bara upload hraðinn búinn að aukast, download hraðinn og IP talan ennþá í sama fari. (furðulegt?)

Hefur einhver lent í svipuðu? Á IP talan að breytast þegar maður fær sér nýja tengingu?


Mér er illt í puttunum, takk fyrir mig.

endilegakomiðmeðinnihaldsríksvör

Bætt við 24. apríl 2007 - 19:02
Spurning 3
Ég var að grafa upp gamla tölvu sem ég ætla að nota til þess að hýsa server, hafa hana í gangi 24/7. En svo kom í ljós að gripurinn er ekki með LAN tengi, bara “phone” og “line” tengi sem eru eins símalínutengi ^^

Eru til einhverskonar millistykki fyrir svona vandamál? Eða einhver önnur lausn.
will u do the fandango