Þú getur náttúrulega alltaf tengt turninn með ethernet kapli. Þeir eru svona eins og símalínurnar (modem línur) bara aðeins minni. Það ætti eitt stykki að fylgja með ef þú kaupir router. Annars er þær ekki dýrar.
Það er ekkert mál að plögga því, ef það er netkort í turninum þeas. Þau eru yfirleitt innbyggð í móðurborðið á flestum vélum en tjekkaðu samt á því.
Annars bara plöggaru kaplinum í vélina og routerinn og þú ættir að vera tengdur. Ekkert vesen eins og með þráðlausa dótið :p
En þegar þú kaupir router, passaðu þig þá að kaupa réttan router, kannski hafa samband við þjónustuaðilann og fá þá til að hjálpa þér, þeir ættu að vita uppá hár hvernig router þú þarft.