Ég er búinn að vera með torrent í góðan tíma og hef náð í nokkrar torrent skrár.
Þegar ég var að ná í eitt skjal og deila öllu hinu sem ég hef náð í slökknaði allt í einu á netinu hjá mér!
Ég ákvað að refresha nettengingunni hjá mér og það virkaði, ég komst semsagt inná netið. En utorrent var ekki að virka. Allar skrárnar voru hættar að virka og staða gagnabeinis var:
“Tracker sensing invalid data: <!DOCTYPE HTML PUBLIC ”-//W3C//DTD HTML 4.01 Transitional//EN“ ”http://www.w3.org/TR/html4/loose.dtd“><html><head> <title>SpeedTouch</title> <me.”

Ég hélt að vírus eða eitthvað var komið í tölvuna og skannaði með spybot search and destroy. Hann fann fullt af vírusum (reyndar cookies) sem ég auðvitað fjarlægði. Samt hélt þetta áfram og netið hrundi aftur niður. Ég restartaði aftur “nokkrum sinnum” þangað til að netið virkaði loksins. Þá voru villuskilaboðin:
Staða gagnabeini: nafn léns fannst ekki

Ég ákvað að kíkja á netið eftir að það hrundi niður og ég restartaði því og fyrri skilaboðin komu. Ég skrifaði www.torrent.is í address bar-inn og hún byrjaði að loada. En…..skilaboðin sem ég fékk voru “Your requested host could not be reached”

Samt virkar hugi.is og fl. (eins og sést)!!

Getiði sagt mér hvað er eiginlega í gangi hjá mér!?

Og…….hvort eitthvað sé að torrent.is síðunni……..eða eitthvað…….

Getur eitthver hjálpað?

Bætt við 7. apríl 2007 - 18:52
"Tracker sending invalid data"
ég er ekki svín! ÉG ER HERRA SVÍN! VAAAAH!!! >.<"