Ég var að velta fyrir mér hvort að einhver annar ætti í vandræðum að komast á erlendar netsíður, s.s. síður sem eru ekki hostaðar innanlands.

Ég er með tengingu hjá símanum og frá 07:00 í morgun fram til 08:33 (Miðvikudag, 28.02.2007) hef ég ekki komist á neina aðra síðu en þær sem enda á “.is” eða einhverja síðu sem ég veit að er á innlendum host.

Líklega eitthvað bugg hjá símanum en ég fann engar upplýsingar um þetta á siminn.is / mbl.is o.s.frv.

Einhver sem gæti gefið mér upplýsingar um þetta?