'eg er að tengja netkapla í gegnum veggi og dósir og þvíumlíkt en verst er að ég veit lítið um slíkt. Ég er með eina megindós þar sem router verður og tveir kaplar úr henni og í aðra dós. Annar kapalinn veður sérstaklega fyrir sjónvarpið svo ég nái skjánum. Vandamálið liggur hjá hinum kaplinum, get ég splittað honum upp í þrjár áttir án þess að nota hub eða switch, s.s. ef ég myndi bara tengja vírana í honum við víra í 3 öðrum leiðslum og senda það annað í burt mundi þeir allir leiða í upphafsdósina?

Ef að ég verð að hafa switch eða hub eða eitthvað þannig rugl er hægt að fá litla þannig sem geta bara legið inní dósinni, nenni ekki að hafa svona utanáliggjandi drasl?
“Where is the Bathroom?” “What room?”