Fyrir sirka viku síðan þá hefur niðurhals hraðinn utanlands fallið úr 800-900kb/s í 10-30kb/s. Hvað er eiginlega málið? Ég er með 12mb tengingu og borga alveg offjár fyrir þetta drasl og svo get ég ekki einu sinni nýtt einn hundraðasta af henni. Hvað hefur maður með 12mb að gera þegar það er ekki hægt að ná meira en 20kb/s. Það er nokkuð augljóst að símnet er búið að takmarka erlendan niðurhals hraða hjá notenda niður í 20kb/s eða þá að þessi helvítis sæstrengur er búinn að drulla í brækurnar eins og aldrei fyrr. Þetta var alltaf þannig að maður fékk skíta hraða á daginn og svo kannski yfir nóttina þá var ekki eins mikið álag á teninguni og þá náði maður oft alveg full speed. Kannast enginn við þetta? Annars er innanlands hraðinn í ágætis lagi oftast.

- Envy
____________