Halló, halló, þið allir snillingar sem vita meira um tölvur en ég. Fyrir nokkrum dögum keyrði ég upp AdAware frá Lavasoft í minni daglegri rútínu og hreinsaði út heilan helling af spyware. En viti menn, þegar ég ræsi tölvuna upp aftur daginn eftir þá byrjar tölvan á því að taka 5mín. að koma sér úr login screen inn á desktop, en þá fæ ég bara grunn litinn á því og ekkert gerist. Ég er með fulla stjórn á músinni en það er ekkert á skjánum.
Ok, ég er ekki það grænn á tölvur að ég geti ekki reddað mér úr því, EN þegar ég nota mitt ctrl+alt+del og slekk á explorer og bý til nýtt explorer task þá tek ég eftir því að það voru furðu lítið af processess í gangi, svo þegar explorer loksins fullhleður þá fæ ég meldingu um að BÆÐI eldveggurinn og vírusvörnin séu ekki í gangi og engin leið að ræsa hvorugt. Ég nota Windows firewall (já ég veit hvað ykkur finnst um hann en ég hef haft mikið betri reynslu af honum heldur en zoneAlarm eða sygate, go figure…)svo þegar ég ætla að tengjast netinu þá sé ég að ég hef ekkert netsamband (þ.e.a.s. tölvan getur ekki tengst netinu þó að routerinn og netið sé í góðu bandi) og ég þurfti að keyra alla leið til pabba míns til að geta postað þessu, meldingin sem windows eldveggurinn gefur er svo hljóðandi: Windows Firewall settings cannot be displayed because the associated service is not running. Do you want to start the Windows Firewall/Internet Connection Sharing (ICS) service? ef ég ýti á já þá fæ ég: Windows cannot start the Windows Firewall/Internet Sharing (ICS) service.
Að auki get ég ekki kveikt á realtime guard fyrir vírusvörnina (Avira Antivir)… þetta virkilega pirrar mig og það væri gott að fá einhverja hjálp við þetta… ég vil helst ekki þurfa að setja tölvuna upp aftur…