Var að spá hvort einhver gæti hjálpað mér. Ég var að fá mér þráðlaust ADSL nema ég kemst ekki á netið en samt bara á einni tölvu. Ég er með tvær fartölvur, sem báðar komast vandræðalaust inn á það og svo tvær borðtölvur og ein kemst inn enn hin ekki. Þessi sem kemst inn er tengd beint við routerinn með twisted pair en hin sem kemst ekki er með móttakara fyrir þráðlaust net.

Ég er samt alveg tengdur fyrst, eftir að ég kveiki á tölvunni eða set móttakarann aftur í samband en svo hætti ég að ‘receivea’ og sendi bara. Ég helst samt enn tengdur við networkið enn get ekkert gert. Inn á routernum sé ég líka tölvuna en er bara inactive.

Einhverjar hugmyndir? Þráðlausi móttakarinn er Belkin Wireless High-Speed G Network Adapter ef það hjálpar eitthvað.