Ég var að sækja Firefox 1.5.0.3, ég setti þetta inn og allt í fína. En svo þegar ég ætla að fara í Options þá kemur ekkert. Eða, það stendur bara General, Privacy og fleiri svona orð á skjánum, en glugginn kemur ekki. Valmyndin sumsé opnast en glugginn ekki, og ég get ekk gert neitt.

Ég hef reyndi einu sinni nokkrum sinnum að setja inn Firefox 1.5 og þá koma þetta líka.

Veit einhver hvað er að og hvað ég á að gera til að laga þetta vandamál?

Bætt við 6. október 2006 - 14:46
Ég er búinn að setja inn 1.5.0.7 eins og var bent á hér fyrir neðan, en það er enn sama vandamál.