Nú er ég með nettenginu hjá hive, einhverja “háhraða” tengingu með ótökmörkuðu erlendu niðurhali.
En hvað með það, það fer alveg óstjórnlega í taugarnar á mér að það er alltaf eitthvað vesen á þessu með jöfnu millibili og sama hvað ég geri þá virkar ekkert.

Það er eins og netið tengist, það kemur upp gluggi:
Hive-Internet connected - Very good, Good eða álíka.
En þegar ég ætla að kveikja á msn eða opna glugga þá kemur bara ekki neitt, bara hvítur gluggi.
Á msn troubleshooter kemur: eitthvað með DNS.

Hún virðist vera með þessar tigtúrur bara þegar henni hentar og það er aldrei nein regla á því.

Veit einhver hvað amar að tengingunni minni??

Nú veit ég ekkert um nettengingar almennt svo góð ráð væru vel þegin.