Eintómt vesen

Fékk í gær “blue screen of death” útaf einhverjum ástæðum (í fyrsta skiptið á nýrri tölvu) og eftir það hefur firefox verið með tómt vesen.

Þegar ég reyni að fara á secure síður, eins og póst og einkabanka þá þá fæ ég error message “You cannont connect to www.google.com (gmail semsagt) because SSL is disabled.”

SSL er ekki disabled. Ég er búinn að reinstalla Firefox svona tíu sinnum og delete'a öllum eftirstandandi möppum og fór jafnvel í registry'ið og delete'aði öllum sjáanlegum firefox tengdum keys.

Það eru nokkur forum hjá mozilla og annarstaðar á netinu þar sem er talað um sama vandamál sem gefa einhverjar bull lausnir, eflaust lausnir fyrir eldgamla Firefox vafra. Þeir segja þér að delete'a einhverjum file í profile möppunni, sem er ekki einusinni til og jafnvel þó hún væri til þá myndi það ekki skipta máli því ég er eins og ég sagði áðan búinn að reinstalla trekk í trekk.

Eftir að hafa installað núna aftur (skrifa þetta í firefox) get ég ekki installað neinum plug-ins heldur.

Ég nenni ekki að formatta tölvuna fyrir Firefox, þó að ég hati IE og Opera ennþá meira.

PleeZe hendið í mig hugmynd um hvað gæti verið að, hvað ég geti mögulega reynt eða hvaða annar vafri er nothæfur.

Takk!