Sælir/ar,

Heyrðu þannig er mál með vexti hjá mér, að fyrir svona 3-4 dögum þá var ég bara á msn að spjalla, og gera eikkað á netinu, og svo skyndilega kemur upp litli gluggin sem segir hvort ég vildi slökkva tölvuna s.s glugginn sem kemur þegar maðu ýtir á Turn off computer, og ég ýddi bara Cancel, og eftir það þá komu svona 5-6 poups gluggar. Ég lokaði öllum og síðan í hverja síðu sem ég fór þá komu svona helvitis poups, sem er mjög pirrandi. Í dag þá dánlódaði ég Spyware Doctor, og það fann eikkað slatta af drasli, og núna þegar ég fer á einhverja síðu á netinu þá koma aftur þessi helvítis poups. :(
er einhver hér með ráð hvað er hægt að gera í þetta??

Takk fyrir!