Ef marka ætti nafn þessa áhugamáls: Netið, þá ætti það að vera mun fjölsóttara og virkar en það er vegna þess að Netið kemur okkur flestum við nær hvern einasta dag.

Er einhver möguleiki á því að bæta inn kubbum inn á áhugamálið sem myndu gera það að verkum að maður vilji kíkja hingað fljótlega aftur til að sjá stöðu mála á áhugamálinu ? Til dæmis að setja inn kubb sem inniheldur 10 tengla svipaða og eru á Tilveran.is. Eða er þetta áhugamál eingöngu til þess að tjá sig um hluti sem halda netinu uppi (t.d. ssl, tengingar, smtp o.fl.) ?

Og ef þetta áhugamál er ætlaður þeim parti af Netinu, er þá hægt að búa til nýtt áhugamál sem fjallar um tilveruna á netinu ?