Stjórnvöld í Kína hafa látið loka nærri tvö þúsund netkaffihúsum og gert sex þúsund öðrum netkaffihúsum að gera breytingar á rekstri sínum af ótta við að ungmenni í landinu beri skaða af vafri sínu á Netinu. Ákvörðun stjórnvalda kemur í kjölfar þriggja mánaða rannsóknar á hendur 57 þúsund netkaffihúsum um allt landið vegna kvartana foreldra yfir því að börn þeirra hafi orðið háð því að stunda spjallrásir og spila tölvuleiki á slíkum stöðum, að því er fram kemur á fréttavef BBC. Áður höfðu stjórnvöld lýst yfir áhyggjum yfir þeim vinsældum sem klámvefsíður njóta í landinu og hversu auðvelt er fyrir notendur að skoða þær.
Segir að ungmenni sæki í miklum mæli á netkaffihús til þess að komast á Netið því tölvueign og nettengingar eru af skornum skammti. Í kjölfar ákvörðunar stjórnvalda geta þau fylgst betur með starfsemi netkaffihúsa og hvaða vefsíður viðskiptavinir eru að skoða hverju sinni með hugbúnaði. Þá er búið að herða þau leyfi sem þarf til þess að reka netkaffihús og í sumum borgum er búið að bannað nýjum netkaffihúsum að reka starfsemi nálægt skólum. Kínverjar sækja í auknum mæli á Netið en talið er að kínverskum netverjum hafi fjölgað um fjórar milljónir, í 26 milljónir, á fyrstu sex mánuðum ársins.


Tekið af mbl.is

Hvað er að hjá þeim?
Hvað mundum við segja ef að þetta væri gert hérna?
******************************************************************************************