Sífellt fleiri Bandaríkjamenn nota Netið í vinnunni og í lengri tíma í senn. Í júní fóru rúmar 42 milljónir manna á Netið á vinnustaðartölvu, sem er 23% aukning frá því fyrir ári. Nærri 15% af öllum Bandaríkjamönnum nota Netið á vinnustað sínum.
Hver þeirra opnaði 43 sinnum fyrir Netið í júnímánuði í ár miðað við 39 sinnum í fyrra. Að meðaltali heimsótti fólk 35 vefsíður í júnímánuði í ár miðað við 28 árið 2000. Þá hefur sá tími sem starfsmenn notuðu á Netinu vaxið frá 20,5 tímum í fyrr í 22,6 tíma nú.
Just ask yourself: WWCD!