Ég hef verið að velta því fyrir mér undanfarið þar sem allt bendir til þess að maður sé að fara að skipta um internetþjónustu.
Af hverju á maður ekki netfangið sitt sjálfur, sama hver endigin á netfanginu er þ.e.a.s. @internetveita.is er.
Fyrir ekki mörgum árum þá eignaðist þú þitt eigið númer, þ.e.a.s. að þú getur núna verið sama númerið hvort sem þú flytur frá Egilsstöðum til Kópaskers, eða Reykjavík til Súðavíkur, og hvort sem er þú skiptir úr Símanum yfir í OgVodafone eða öfugt, og gildir þetta orðið með bæði heimasíma og GSM-síma, nú er ekki skylda að hafa númer sem byrja á 6 og vera í GSM-þjónustu OgVodafone.
Eru til einhver góð rök fyrir þessu eða er þetta bara einhvað í nösunum á fólki. þætti gaman að vita ef einhver hefur almennileg rök fyrir þessu