Hmmmm það er alltaf eitthvað vesen með þessar tölvur og það sem þeim kemur við.
Núna er vandamálið það að fjölskyldan var að kaupa router til að geta haft þráðlaust net. Routerinn er frá símanum og týpan er Sagem f@st 1500. málið er að þegar ég tengdi routerinn við tölvuna þá segir tölvan að local area connection sé connected en samt kemst ég ekki á netið. Það logar líka rautt ljós á routernum og samkvæmt leiðbeiningunum þýðir það að það sé einhver villa í gangi.

Ég var bara að vona að einhver hérna á huga væri með lausnina við þessu leiðinlega vandamáli?

Takk og bless