MSN
              
              
              
              Nýlega náði ég í 6.2 af MSN og setti það upp í tölvunni minni.  En svo fóru undarlegir hlutir að gerast.  Ef ég slökkti á tölvunni og ræsti hana kannski daginn eftir þá var MSN 6.2 horfið en lítill grár kassi kom þar sem mér var gefið möguleikar á að installa MSN 6.2, annað hvort yes eða no.  Síðan tekur X tími við að koma þessu í gegn og stundum þarf ég að tvíræsa tölvuna, samkvæmt beiðninni á meðan install stendur.  Stundum heppnast það að ég komist inn á MSN og stundum ekki.  Veit einhver hvað er í gangi hjá mér?
                
              
              
              
              
             
        








