Sko.. við erum 4 á heimilinu sem notum sömu tölvna, öll með sitthvort svæðið (aðganginn).

Allavega, á netinu virkar allt fínt hjá öllum nema mér, þegar ég fer á síður sem eru með íslenskum stöfum, þá birtast þeir (íslensku stafirnir) STUNDUM með kínverskum táknum í stað íslensku stafanna…! ég er búin að fara í gegnum allar stillingar og finn ekki neitt.

Þetta er ekki svona hjá öðrum notendum á tölvunni, bara hjá mér.

Getur einhver hjálpað mér? Sagt mér hvað ég get gert til að laga þetta?