Fékk mér nýlega router fyrir þráðlaus netkort og netopia USB netkort, og hef verið í vandamálum með það.

Kemur fyrir að ég fæ svona 200 ping lag spikes í leikjum, ekkert loss þó. Lýsis sér í því að ég er kannski að labba eitthvert, og svo allt í einu er ég kominn aftur á staðinn sem ég var á fyrir hálfri sekúndu..

Ég er búinn að hringja þrisvar í og vodafone, og þeir gátu ekkert gert, línan var ekki trufluð, routerinn er ekki bilaður, og ég er búinn að prófa að endurinnsetja netkortið.. einhver ráð?