Ég veit ekki hvort að ég sé að miskijla eitthvað en hér á forsíðu hugi.is er auglýsing frá símanum. Í þessum glugga blikkar eitthvað Moorhuhn 2 og segir líka að þessi leikur sé ókeypis fyrir notendur símans, jújú allt í góðu lagi með það hugsa ég.
Nema hvað að ég fer á google.com og ætla mér að finna einhverjar upplýsingar um þennan, að því er virðist, nýja og spennandi leik. Eftir stutta leit kemur í ljós að leikurinn er ekki nýr heldur gamall (nokkurra ára þ.e.) og þar að auki freeware, sem þýðir að hann sé öllum ókeypis á netinu.
Nú spyr ég: Má síminn einoka þennan leik, að vísu eru þeir ekki að selja hann en engu að síður þá er fyrirtækið að nota leikinn í auglýsingaskyni, og er meðal notandi veraldarvefsins svo auðtrúa að hann gleypi við þessu gilliboði símans?
Eða er ég að misskilja þetta algjörlega?