Ég er í smá vandræðum með ADSL. Þannig er að í húsinu eru 4 tenglar í sama númerið. Á 3 eru símar og þeim fjórða er ég með ADSL módemið. Ég fékk eina smásíu með módeminu og setti hana á aðalsímann, tók hina úr sambandi. Þá virkaði allt fullkomlega.

En svo keypti ég 2 síur í viðbót, setti á hina símana tvo og þá virkar ekkert. Búinn að reyna að hafa bara annan þeirra í sambandi, en ekkert gengur. Verð alltaf að taka þá 2 (aðalsíminn er í lagi, og truflar þetta ekkert) úr sambandi til að geta notað módemið.

Veit einhver hvað þetta getur verið ??