Ég er með þráðlaust net í tölvunni minni. Ég ákvað að prófa að skanna hana með Ad-Aware og fann forritið fullt af drasli. Henti því út. En eftir að ég gerði þetta kemst ég ómögulega á netið. Það er eins og þráðlausa kortið tengist en þegar ég ætla að nota netið kemur ekki neitt. Þetta á líka við um þegar ég prófa að tengjast í gegnum 56K módemið. Þráðlausa kortið hefur alltaf virkað vel og virkar enn í annarri tölvu.
Svo þegar ég ætlaði að prófa að gera “repair” þá kom um vandamál með að tölvan gæti ekki fengið úthlutaða IP addressu.
Er einhver þarna sem veit hvað er í gangi og hvað væri hægt að gera?