Fyrst ein spurning! Kemst einhver annar ekki á sumar síður á netinu sem er með ADSL frá ogvodafone?

Þetta byrjaði allt á mánudaginn. Ég var ekki búinn að vera heima alla helgina og þegar ég kom heim og ætlaði að kíkja aðeins á netið þá virkar það ekki. Reyndar kemst ég inn á sumar síður eins og t.d. mbl.is og hugi.is en aðrar ekki! Þetta er ótrúlega pirrandi. Mail-inn minn virkar ekki, ekki MSN og ekki heldur DC. Ég skil ekki hvað er í gangi þannig ég ákvað að hringja í félaga minn og biðja um hjálp og þá kom í ljós að þetta var líka svona hjá honum!

Ég er orðinn alveg lost í þessu máli. Ég er búinn að reyna hringja í þjónustuverið og þá fær maður bara einhverja helvítis lyftutónlist og nær engu sambandi við neinn :(

Veit einhver hvort það er eitthvað að hjá mér eða Ogvodafone?
.::steinimani::.