Hæ!

Er einhver til í að sjá aum á mér ræflinum? Pingið hjá mér rýkur nefnilega upp eins og verðbólgan gerði á 9. áratugnum!

Problemmið er eftirfarandi.

Um all-langt skeið hef ég haft mikla ánægju af því að spila tölvuleik á útlenskum leikjaþjóni (trúlega enskum, 213.230.204.64:7788). Ég hef haft þokkalegt ping, venjulega ca. 100 til 150. Nú bregður hinsvegar svo við að þetta er orðið breytt. Pingið er rokið upp á bilið 150 til 250, sem þýðir að leikurinn er óspilanlegur. Á þessu pingi á ég engan sjéns í andstæðinginn. Mér sýnist pingið hjá öðrum sem búa nær þessum(Bretar, Þjóðverjar, Frakkar og fl.) leikjaþjóni vera á bilinu 50 til 150.

Það brenna á mér tvær spurningar varðandi þessa fúlu breytingu, þ.e. hver getur ástæðan verið fyrir þessu og er eitthvað sem ég get gert til að ná góðu pingi aftur?

Staða mín er eftirfarandi: ég tengist internetinu í gegnum Margmiðlun og hraðinn á línunni er 256kbit (símalínan er hjá Landssímanum).

Getur verið ef ég kaupi aukinn ADSL hraða (t.d. 512 kbit) muni pingið lagast/lækka?
Getur verið að nýleg eigendaskipti á Margmiðlun (Og Vodafone keypti þá) hafi leitt til þess að gæði tenginganna hafi verið rýrð?

Jamm - nú þarf ég að skamma einhvern fyrir lélegt ping, ég veit bara ekki hvern!

Á ég að skamma Margmiðlun eða Landssímann eða Og Vodafone (fyrir að kaupa Margmiðlun og hugsanlega rýra gæði tengingarinnar) eða British Telecom eða eiganda leikjamiðlarans (sem væri náttúrulega ósvífið því aðgangurinn er ókeypis).

Með von um liðsinni í þessu máli.

Kveðja,
Dr. Ping Jong Il
(alveg óskyldur Kim Jong Il)