Ég er með innranet heima og það eru nokkrar vélar tengdar við það net. Ein vélin er vefþjónn og hýsir nokkra vefi. Ef ég er að heimsækja vefina utanfrá (þeas ekki frá vél á innranetinu) þá virkar allt sem skildi. Ef ég er hinsvegar að heimsækja vefina innanfrá og slæ inn urlið á einhverjum vefnum þá fæ ég bara upp stillingasíðuna í routernum hjá mér. Ég vil semsagt geta komist á vefina frá innanhús vélunum líka.

Einhverntíman var mér sagt að ég gæti ekki leyst þetta mál nema að vera með annan server sem væri secondary dns. Ég fór síðan ekkert lengra með það og langaði að taka þessa umræðu upp aftur og spyrja hvort að hægt væri að leysa þetta með einhverju einföldu móti.