Ég er í tómu basli með directx hjá mér. Ég var að setja tölvuna mína upp með winxp og alltaf þegar ég kveiki á einhverju sem notar directx frýs tölvan.
Þegar ég fer í dxdiag og set “Test Direct3D” í gang frýs hún líka.
Ég er með directx 9.b. Skjákortið mitt er Radeon 9800 pro. Ég er búinn að reyna að ná í nýjan driver fyrir það, en eftir að ég set hann upp verður allt svart og ég þarf að taka hann aftur út í safe mode.
Það væri frábært ef einhver hefði svar við þessu hjá mér.