Sælir nú sérfræðingar, er hérna í nettum vandæðum með disk og vantar hugmyndir að lausn. Ég var uppfæra vélina fyrir vin minn, skipti um móðurborð, örgjörfa, minni og Hdisk. Þetta rann allt ljúft og fínt upp og setti ég styrikefi á nýja diskinn. Svo ætlaði ég að bæta gamla diskinum við en þá fraus vélin strax í BIOS uppsetningunni þegar hún átti að detekta drifin. Restartaði og reyndi að komast inn í BIOS en gekk ekki, smellfrosinn og ekkert hægt að gera nema slökkva og aftengja diskin. Fór svo inn í BIOS og þar virtust allar stillingar í lagi. Tengdi diskinn og allt við það sama.
Tók þá diskinn úr vélinni og fór með hann heim í mína vél sem fann hann strax og keyrði upp eins og ekkert væri. Formataði hann og partitionaði upp á nýtt og leit hann ægilega fallega út hjá mér en viti menn, vélinn hans var ekki eins ánægð og fraus strax á sama stað, þegar hún átti að detekta drifin
Var búinn að fullvissa mig um allar jumperstillingar á diskunum og breyta slave í cabel select og til baka aftur en ekkert gekk nema það að diskurinn er fínn í minni vél!

Vandræðadiskurinn er IBM 40 gig frá 2001
annað er
Microstar K7N2-Delta - nForce2, 400FSB, ATA133, DUAL DDR400,
512MB Kingston DDR 333MHz
Amd Barton 2500 xp
160 gig samsung
Phoenix-Award BIOS