Ég veit ekki hvort ég misskildi Moggann í dag svona herfilega en ég hélt að menn ættu að senda fyrirspurnir til Símans varðandi það að geta tengst Internetinu í gegnum breiðbandið.

Nú ég gerði það en fékk svohljóðandi svar til baka:

>Þetta er ekki eitthvað sem hægt er að sækja um, heldur munu bréf vera send
>út til visst margra á þessu svæði sem eru Breiðbandstengdir og þeim boðið
>að taka þátt í þessu. Hvort þetta bréf berst þér, get ég því miður ekki
>lofað.

Hvað var nákvæmlega markmiðið með þessari kynningu þeirra á hahradi.is og í Mogganum ef að þeir ætla svo að draga nöfn upp úr hatti sem að fá tækifæri til að samþykkja hvort þeir verða með?

Auðvitað náði ég svo ekki í neinn í síma hjá þeim, sá eini sem svaraði mér benti mér á að hringja í 800 7000 sem að var alltaf “með alla þjónustufulltrúa upptekna”, og varð því að senda póst á 8007000@simi.is. Fékk svo svar nokkrum tímum seinna.

Undarleg þjónusta sem þeir iðka þarna.
Summum ius summa inuria