Opnun Farice-1, nýja sæstrengsins, lét mig halda að utanlandsrukkið myndi fara en svo var ekki.

Þeir segjast ætla að nota hann lítillega til þess að byrja með vegna þess að við notum útlenska server/download/síður svo lítið. Mér finnst þetta nú bara bull.

Ef það væri ekkert utanlandsrukk, þá held ég að Farice færi að rauðglóa af traffíkinni.

Hefur þessum aðildarfyrirtækjum og ríkinu dottið það í hug? Auðvitað ekki, þeir vilja bara græða meira og svelta þjóðina.
Ég held einnig að Síminn gæti afnumið þetta utanlandsrukk án þess að hljóta skaða af.

Ástæðan fyrir því að við erum eina landið á jörðinni sem höfum þetta gjald er bara það að við erum með gráðugt fyrirtæki sem sér um Internetið hérlendis.
Ein leið til þess að afnema þetta eru mótmæli, og eins og ég hef séð eru Íslendingar voðalega duglegir að mótmæla hlutunum…not.

Þetta er mín skoðun á málunum.